Club 222985
- District 1360
- Charter number
Viltu láta gott af þér leiða og hefur þú áhuga á Rótarý?
Vertu velkominn til liðs við rótarýfélaga í Rotary eClub
Iceland. Klúbburinn okkar er netklúbbur. Fundirnir eru alla jafna tvisvar í
mánuði, í eina klukkustund í senn, svo höfum við opið fyrir spjall utan
fundartíma.
Við erum félagar í fyllstu merkingu þess orðs
Við njótum ýmissar fræðslu í gegn um áhugaverð
og fjölbreytt erindi
Við lærum hvert af öðru
Við styrkjum góð málefni, hér heima og á
alþjóðavísu
Það er ekki amalegt að finna horn heima, koma sér vel fyrir,
og njóta félagsskapar og fræðslu.
Svo má ekki gleyma að:
- Rótarý er samfélag
lausnamiðaðs fólks og leiðtoga sem kljást við stærstu og mest knýjandi
áskoranir bæði nærsamfélags og alheimssamfélagsins.
- Rótarý er alþjóðlegt
tengslanet fólks úr atvinnulífinu og opinberri þjónustu sem vinnur að
mannúðar- og menningarstarfi og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.
- Kjörorð hreyfingarinnar
er; þjónusta ofar eigin hag.
- Rótarýfélagar eru 1,4
milljón í um 35 þúsund klúbbum í rúmlega 200 löndum.
- Á Íslandi eru um 1200
félagar sem starfa í 31 rótarýklúbbi og einum rótaract klúbbi.
Í klúbbunum er lifandi starf með fróðlegum fyrirlestrum og
umræðu. Rótarýfélagi getur sótt rótarýfund hjá hvaða rótarýklúbbi sem er í
heiminum.
Rotary eClub Iceland var stofnaður í júní 2021. Við erum
rétt að slíta barnsskónum. Klúbburinn okkar er fyrst og fremst netklúbbur.
Félagar klúbbsins eru búsettir víða, bæði erlendis og hérlendis. Þegar tækifæri gefst hittumst við líka með
óformlegri hætti og ræðum málin og njótum félagsskapar hvors annars.
Klúbburinn er opinn öllum og hentar sérstaklega vel fyrir þá
sem eru á faraldsfæti vegna starfs eða búsetu, einnig þeirra sem ekki eiga kost
á að sækja hefðbundna fundi hérlendis vegna búsetu utan þéttbýlis.
Í klúbbnum okkar ríkir vinátta, við erum sveigjanleg, við
viljum nýta okkur tæknina að fulla sem er í samræmi við gildi okkar sem
umhverfisvæns klúbbs. Við leggjum okkur fram við að sækja góð erindi og fræðslu
inn á fundina, við höfum líka margt til málanna að leggja úr starfi okkar eða
leik.
Komdu með í ferðalag með okkur. Við hittumst annan hvern miðvikudag, fundirnir eru í 1 klst og hefjast kl. 17. Fylgstu með dagskránni okkar hér https://e-club.rotary1360.is/is/agenda?criteria%5BendsAt%5D=reports
Ef þú vilt upplýsingar um Rótarý sendu okkur upplýsingar um
þig hér að neðan og haft verður samband við þig eins fljótt og auðið er.
Hafið samband við Rótarý eClub Iceland í gegnum FB Messenger
eða sendið tölvupóst á jana1911@internet.is