Sumargleði í maí

miðvikudagur, 21. maí 2025 17:00-18:00, Fjarfundur á Zoom
Fyrirlesari(ar):

Klúbbfundur


Skipuleggjendur:
  • Elín Björnsdóttir
  • Sigríður Ólafsdóttir

Fundur settur kl. 17, að venju, spjallrásin opnar kl. 16:45.

Sumargleði

Þetta er síðasti fundur vetrar, framundan er sumarfrí og því vel við hæfi að á þessum fundi smökkum við osta með uppáhalds drykk hvers og eins. Við stöllur í stjórn ætlum að finna fróðleikskorn, og deila með ykkur, um þá þrjá osta sem við ætlum að smakka á og hvetjum ykkur til að eiga bút af hverjum og smakka með okkur. Uppáhalds ostarnir okkar eru blámygluostur, Brie og Stóri Dímon

Ef þú átt þér uppáhalds, eða hefur smakkað sérstakan fágætan ost væri gaman að heyra frá því.

Sumargleðin er ekki fullkomin nema með gleðispjalli og leik.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll, endilega bjóða með ykkur gestum; mökum, vinum og kunningjum.

Stjórnin


Hlekkurinn á fundinn er hér:

https://us06web.zoom.us/j/77990613474?pwd=m3umoWksmeTmX067hJwm5Drpy7Clpj.1

Sumargleði saman


Skráning

Skráningarfrestur er liðinn