Þorgrímur Þráinsson, talar í lausnum

miðvikudagur, 8. nóvember 2023 16:45-18:00, Netfundur, Rotary eClub netfundur
Fyrirlesari(ar):

Þorgrímur Þráinsson er íslenskur rithöfundur barna- og unglingabóka og fyrrum landsliðsmaður. Árið 2010 fékk hann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Ertu Guð, Afi? og 1997 fyrir Margt býr í myrkrinu. Þorgrímur hefur skrifað 44 bækur.

Þorgrímur hefur ferðast um landið og heimsótt unglingabekki grunnskóla þar sem hann talar við börnin um líðan þeirra, samfélagið og það sem brennur á þeim. Hann leggur mikla áherslu á að hlúa að æsku landsins, með öllum tiltækum ráðum, svo að hún hafi sjálfstraust til að takast á við lífið þegar út í alvöruna er komið. 

Í erindinu á fundinum mun hann fjalla stuttlega um lausnir. Það fer vel saman við þau skilaboð sem alþjóðaforseti okkar Rótarýmanna, Gordon McInally, leggur áherslu á, sem er veitia veröldinni von. 

Þorgrímur mun velta því upp hvernig hægt sé að bregðast við því sem er að gerast í samfélaginu og finna lausnir. 


Skipuleggjendur:
  • Kristjana Elísabet Guðlaugsdóttir
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Dagskrá fundar:   8. nóvember, 2023

  • Fundur settur kl. 17
  • Hugleiðing dagsins – Unnur Valborg Hilmarsdóttir
  • Þorgrímur Þráinsson er með erindi fundar.
  • Nýr ritari fyrir klúbbinn okkar
  • Félagaþróun – samantekt frá þinginu
  • Spjall um verkefni og hugmynd að fréttum á síðuna okkar
  • Dagskrá erinda fram yfir áramót
  • Fundi slitið kl. 18

18:00 – 18:15 – Spjallhornið - eftir fund      

Hlekkur inn á fundinn: 

Join Zoom Meeting
https://zoom.us/j/98264357974?pwd=TWd5Mmo1ZUJBVTBxcUtzajYrOFFIUT09

Meeting ID: 982 6435 7974
Passcode: 129660


Munið eftir að skrá ykkur á fundinn, sjá hér fyrir neðan. Aðeins þarf að velja Já og þá eru upplýsingar um þátttakendur á fundinum okkar.


Þorgrímur Þráinsson, fyrrverandi landsliðsmaður, rithöfundur og fyrirlesar, verður fyrirlesari á fundinum.


Skráning

Skráningarfrestur er liðinn